fbpx

Áramótaferðin uppseld og mikil sala á vorferðum

Áramóteferð Golfskálans er nú uppselt en hægt er að skrá sig á biðlista. Sala vorferða hefur byrjað með látum hjá okkur.

Það verða tæplega 70 manns sem fara með okkur í áramótaferðina á Bonalba 27.desemeber í 10 náta ferð. Ferðin er uppseld en hægt er að skrá sig á biðlista.

Vorferðirnar sem við settum í sölu fyrir rúmum þrem vikum síðan hafa verið að seljast mjög vel og nú þegar er uppselt á einn áfangastað í páskaferðina.

Við verðum með okkar eigið leiguflug með vélum Icelandair. Við munum fljúga á Almería á suðurströnd Spánar og það eru alls fjórar dagsetningar í boði:

29.mars – 10 nætur
08.apríl – 10 nætur
18. apríl – 9 nætur
27.apríl – 11 næstur

Við bjóðum upp á þrjá spennandi staði á þessu svæði á öllum ofangreindum dagsetningum. Innifalið í öllum ferðum er morgun-og kvöldmatur en einnig er hægt  að bæta við opnum bar og jafnvel hafa allt innifalið í sumum tilfellum.

ALMERIMAR GOLF
Þetta er virkilega flott golfsvæði með 27 holum og 5 stjörnu hóteli staðsettu við golfvöllinn. Almerimar er ákaflega snyrtilegur lítill bær þar sem golfvöllurinn leikur aðalhlutverkið en þar er jafnframt að finna stóra smábátahöfn með fjölda veitingastaða og fallega baðströnd. Hótelið er staðsett miðsvæðis í stuttu göngufæri við smábátahöfnina og baðströndina. Jafnframt er matvörumarkaður í næsta húsi við hótelið. Stutt er að fara með leigubíl (10 mín) í verslunarmiðstöð með ýmsum fataverslunum.
Nánar um Almerimar Golf og bókanir hérna á vefnum okkar.

LOS MORISCOS GOLF
Þetta fallega golfsvæði er í næsta nágrenni við Sierra Nevada skíðasvæðið í Granada. Hér væri tilvalið að leigja bílaleigubíl í nokkra daga og fara á skíði fyrir hádegi og svo í golf eftir hádegi, (fyrir þá sem hafa gaman af því að skella sér á skíði). Einnig er upplagt að heimsækja Motril sem er stærsta borgin á Costa Tropical ströndinni. Skoða menninguna, kíkja í verslanir og enda á góðum veitingastað. Motril er í innan við 15 mín akstursfjarlægð.
Nánar um Los Moriscos Golf og bókanir hérna á vefnum okkar.

ALBORÁN GOLF
Alborán Golf er aðeins í 10 mín mín fjarlægð frá flugvellinum. Barceló Cabo de Gata hótelið sem gist er á er mjög gott  4ra stjörnu strandhótel og Alborán Golf er virkilega flottur keppnisgolfvöllur með mjög góðu æfingasvæði. Barceló Cabo de Gata er strandhótel staðsett við Playa del Retamar ströndina í Almería. Frá hótelinu er aðeins 15 km inní miðbæ Almería.
Nánar um Alborán Golf og bókanir hérna á vefnum okkar.

NÁNARI UPPLYSINGAR UM ALLAR FERÐIR HÉRNA.

Auk ofangreindra staða munum við áfram bjóða upp á golfferðir á Alicante svæðið næsta vor. Við munum bjóða ferðir á bæði Bonalba og Villaitana. Meðaferða verður ferð „Heldri kylfinga“, (65+ ára), sem hefur verið ein allra vinsælasta ferðin okkar undan farin ár. Við munum setja þessar ferðir í kynningu og sölu fljótlega.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link