fbpx

Litaðir boltar mjög vinsælir

Golfboltar í ýmsum litum, öðrum en hvítum, eru í dag orðnir mjög vinsælir.

Fyrir nokkrum árum voru nánast allir golfboltar hvítir. Guli liturinn kom næstur inn og kylfingar kölluðu þá oft „haustbolta“ því mörgum fannst auðveldara að finna þá á vellinum þegar tók að rökkva.

Margir framleiðendur eru í dag komnir með gott úrval af lituðum golfboltum og eru það möttu litirnir sem hafa slegið í gegn hjá kylfingum. Önnur breyting sem við sjáum hjá okkur er að það eru ekki lengur eingöngu byrjendur í golfi sem kaupa lituðu boltana heldur eru kylfingar í öllum getuflokkum farnir að velja sér litaða bolta.

Í dag eru um 30% allra golfbolta sem við seljum í öðrum litum en þeim hvíta. Hver veit nema við förum að sjá 50/50 innan fárra ára?

Hér að neðan má sjá þá lituðu bolta sem við eigum til á lager í dag.

TILBOÐ
TILBOÐ

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link