fbpx

Big Max Coaster Quad rafmagnskerra

Við vorum loks að fá sendingu af Coaster Quad rafmagnskerrunni.

Aðeins er um takmarkað magn að ræða í þessari sendingu vegna erfiðleika framleiðanda við að anna eftirspurn í evrópu. Þessi kerra er 4-hjóla og mjög stöðug. Framhjólin, (360°), gera það að verkum að það er mjög auðvelt að snúa kerrunni í allar áttir á leið um golfvöllinn. Einnig er hægt að læsa framhjólunum.

Kerran kemur með bremsu, (down hill speed control), sem auðveldar að fara með kerruna niður brekkur. Einnig er kerran með „handbremsu“, stiglausri hraðastillingu og fellur vel saman.

Litaskjárinn sýnir hraðann, stöðu geymis og hversu langt hefur verið farið á hringnum.

230 W hljóðlátur mótor
Lithium 12 V geymir
Hægt að senda hana 5-60 metra
Fríhjólar ef þörf er á því

Verð er 179.900 kr með geymi og hleðslutæki. Hægt er að fá fylgihluti aukalega eins og regnhlífarstand, skorkortastand og glasahaldara. Kerran fæst einnig í vefverslun okkar HÉRNA.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link