Konudagurinn er næsta sunnudag og í tilefni af deginum þá erum við með tilboð fyrir dömurnar.
Við bjóðum E6 Lady boltann frá Bridgestone á sérstöku tilboði og í kaupbæti kemur frí merking á boltana. Við bjóðum dúsínið (12 bolta) með 20% afslætti og innifalið í verðinu er frí merking. Tilboðsverð með merkingu er aðeins 3.168 kr. Sama verð er á E6 boltunum en við eigum þá bæði hvíta og gula.
Annar valkostur eru E12 boltarnir frá Bridgestone sem eru til í þrem litum. Hvítir, matte rauðir og matte lime-grænir. Tilboðsverð á þeim boltum er 4.384 kr. (12 boltar með merkingu).
Merkingin er texti að eigin vali í svörtu letri, (ekki myndir eða lógó).
Tilboðið er í gangi út konudaginn, (næsta sunnudag), eða á meðan birgðir endast.
Því miður getum við ekki boðið þetta tilboð í netverslun okkar en áhugasamar geta komið, hringt eða sent póst á info@golfskalinn.is
Allar pantanir verða tilbúnar til afhendingar eftir hádegi næsta þriðjudag.
UPPFÆRT: Tilboðið fékk þannig móttökur að E6 Lady boltinn var að klárast hjá okkur en við eigum enn til E6 hvíta og gula og E12 hvíta, matte rauða og matte lime-græna.