fbpx

Lokadagur hjá Póstinum er 18.desember

Samlvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá Póstinum þá er síðasti dagur til að senda pakka frá okkur föstudagurinn 18.desember ef pakkarnir eiga að komast til skila fyrir jól. Við sem verslun getum þó ekki borið borið ábyrgð á því að allt gangi 100% upp hjá Póstinum.

Við viljum því benda þeim sem versla hjá okkur í vefverslun á þessa dagsetningu. Allar pantanir í vefverslun sem berast okkur fyrir hádegi þennan dag munu fara með Póstinum eftir hádegi 18.des. Þeir sem eiga tök á því að sækja vefpantanir í verslun okkar ættu því að hafa þann möguleika í huga þegar pantaðer ´ivefverslun síðustu dagana fyrir jól.

Vegna álags og mikilla anna hjá okkur þá erum við ekki í aðstöðu til að keyra pakka á aðra flutningsaðila vikuna fyrir jól. Allar vefpantanir sem ekki eru sóttar í verslun fara með Póstinum síðustu dagana fyrir jól.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link