fbpx

Gjafabréf fyrir kylfinginn í fjölskyldunni

Við bóðum upp á gjafabréf í öllum stærðum og gerðum.

Fyrir þau ykkar sem eruð í vandræðum með að finna réttu jólagjöfina fyrir kylfinginn í fjölskyldunni þá býður Golfskálinn auðvelda leið út úr vandanum. Gjafabréfin okkar eru góður kostur fyrir alla kylfinga, konur, karla og krakkana. Þú velur þá upphæð sem þú vilt hafa á gjafabréfinu.

Gjafabréfin okkar er hægt að nýta í versluninni okkar og velja úr góðu úrvali af golfvörum en það sem gerir okkar gjafabréf meira spennandi en mörg önnur er að það er einnig hægt að nýta þau sem innborgun á golfferðirnar okkar til Spánar.

Að lokum má geta þess að við bjóðum líka upp á gjafabréf sem eru sérstaklega fyrir þá sem vilja komast í sveiflugreiningu. Gjafabréfin okkar eru einnig fáanleg í netverslun okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link