Við höfum beðið lengi eftir þessum mæli og hann er loks kominn upp í hillur hjá okkur.
Þegar við fyrst fengum upplýsingar um Zoom Focus Tour mælinn þá sáum við strax að þessi fjarlægðarmælir kæmi til með að tikka i öll boxin og við vorum strax sannfærðir að þetta nýja flaggskip frá Zoom kæmi til með að hitta í mark hjá íslenskum kylfingum. Gæðin, útlitið, hönnunin, efnisvalið og virknin eru allt þættir sem fá fyrstu einkunn hjá okkur.