fbpx

Bókað sveiflugreiningu á vefnum okkar

Við vorum að bæta við þeim möguleika að bóka sveiflugreiningu hjá okkur á vefnum okkar.

Þetta ár hefur verið algjört metár hvað varða fjölda kylfinga sem koma í sveiflugreiningu hjá okkur í Golfskálanum. Þetta á bæði við um karla og konur.

Þegar hugað er að kylfukaupum þá mælum við með að fólk komi í sveiflumælingu. Í mælingunni er leitast við að finna réttustu kylfurnar fyrir viðkomandi. Hvaða kylfuhaus hentar best, hvaða skaft, lengd og lega og stærð á gripi er allt kannað.

Hér í Golfskálanum notum við mælitæki sem heitir GCQuad, Foresight. Tækið þykir eitt af þeim bestu til sveiflumælinga og er notað af mörgum af stærstu kylfuframleiðendum heimsins.

GCQuad notar háhraða myndavélakerfi með fjórum linsum til að mæla mjög nákvæmlega feril golfkylfunnar og flug golfkúlunnar. Með þessum gildum og myndrænni yfirsýn á högginu er betur hægt að mæla með réttum kylfum fyrir hvern og einn.

Verð fyrir sveiflumælingu er kr. 8.900 sem kemur til frádráttar ef viðkomandi verslar hjá okkur kylfur fyrir 50.000 kr. eða meira innan 30 daga frá mælingu. Hægt er að bóka tíma hjá okkur í síma 578-0120 og með því að senda póst á info@golfskalinn.is en eins og segir hér að ofan þá er nú einnig hægt að bóka tíma á vefnum okkar HÉRNA. Já og þess má einnig geta að það er einnig hægt að kaupa gjafabréf í sveiflugrieningu, (sjá hér að neðan).

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link