Við höfum verið að leita að flottu merki fyrir krakkana og leitinni er lokið.
MKids er framleiðandi sem leggur mikinn metnað í að þróa, hanna og framleiða golfbúnað fyrir börn og unglinga. Það er hvergi til sparað hjá MKids þegar kemur að vali á efnum, gripum og sköftum í kylfunum. Pokarnir eru einnig sérlega vandaðir og flottir.
MKids eru tvær línur af kylfum og pokum sem koma í alls 6 mismunandi lengdum.
MKLite eru kylfur sem eru hannaðar fyrir krakka sem eru 110-140cm á hæð (ca 6-9 ára) og MKPro eru fyrir krakka sem eru 140-170cm, (ca 9-14 ára).
Við erum með alls 54 vörunúmer í kylfum og pokum frá MKids. Í flestum lengdum af kylfur eru eftirfarandi vörur í boði:
Poki, driver, brautartré, hybrid, 5-járn, 7-járn, 9-járn, S-járn og pútter. Sumar kylfurnar eru einnig fáanlegar fyrir örfhenta.
Hægt er að kaupa allar kylfurnar í stöku og allar þessar vörur eru einnig fáanlegar í vefverslun okkar. Reyndar eru kylfurnar fyrir örfhenta ekki komnar inn á vefinn en þá er best að hringja eða panta með því að senda póst á info@golfskalinn.is
HÉRNA á vefnum okkar má sjá MKids úrvalið og verð.