fbpx

Nota þeir hjá Golf Buddy Google Translate?

Golfskálinn selur gæða GPS vörur frá Golf Buddy og hafa þær notið mikilla vinsælda. Þeir hjá Golf Buddy nota ákveðna gagnagrunna sem geyma tugi þúsunda golfvalla víða um heim.

Nú í vikunni hafði viðskiptavinur samband við okkur og vildi okkar aðstoð við að finna Golfklúbbinn Odd í tækinu sínu. Hann vildi meina að sá völlur væri ekki meðal þeirra valla sem tækin frá Golf Buddy finna. Starfsmaður okkar var sannfærður um að völlurinn væri þarna inni en til að vera viss fór hann og skoðaði þann gagnagrunn sem Gold Buddy notar. Það gekk erfiðlega að finna umræddan völl en hann poppaði upp að lokum. Ástæðan fyrir því að það gekk erfiðlega að finna völlinn var að Urrriðavöllur er kallaður „TROUT“ hjá Golf Buddy.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link