fbpx

Bridgestone boltarnir komnir í Golfskálann

Við í Golfskálanum höfum mikið verið spurðir um Bridgestone boltana og það gleður okkur að segja frá því að nú fást þeir í okkar verslun.

Bridgestone merkið er eitt allra flottasta merkið í golfboltum á markaðnum í dag og hefur verið lengi. Allir helstu golfmiðlarnir hafa verið duglegir að hlaða verðlaunum á Bridgestone boltana undanfarin ár og árið 2020 er engin undantekning. Þeir hjá Golf Digest voru t.d. að gefa Tour boltunum þeirra 15 stjörnur af 15 mögulegum.

Það er alveg sama hvar þú stendur getulega í golfi eða hver sveifluhraðinn þinn er, þú finnur bolta sem hentar þér hjá Bridgestone. Hérna á vefnum þeirra getur þú fengið þeirra aðstoð við að finna þinn bolta hjá Bridgestone.

Hér að neðan má sjá þá bolta sem við erum með frá Bridgestone. Boltarnir eru einnig fáanlegir í vefverslun okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link