fbpx

Vefverslun Golfskálans komin í loftið

Golfskálinn hefur nú opnað vefverslun á golfskalinn.is

Við höfum verið að undirbúa það undanfarnar vikur/mánuði að opna vefverslun. Þessi undirbúningur hófst áður en Covid-19 hóf að herja á okkur og markmiðið var alltaf að opna vefverslunina í apríl/maí. Þegar svo samkomubannið var sett á þá tókum við þá ákvörðun að reyna að opna fyrr en áætlað var.

Við prufukeyrðum vefverslunina í síðustu viku og viðtökurnar voru framar björtustu vonum. Eins og staðan er í dag þá erum við komnir með um 500 vörunúmer inn í vefverslunina og erum að bæta inn vörum daglega. Við stefnum á að vera komnir með allar eða flestar vörur inn í vefverslunina í næsta mánuði. Flestir vöruflokkar eru nú komnir inn en það eru þrír vöruflokkar sem eru eftir og við erum að vinna í þeim þessa dagana. Við stefnum á að allir skór verði komnir inn á næstu dögum, svo förum við í kylfurnar og endum svo á fatnaðinum. Allir aðrir vöruflokkar eru að mestu komnir inn.

Þegar farið er inn á vefinn okkar og þaðan í „GOLFVERSLUN“ þá má sjá úrval af þeim vörum sem við erum með í boði í okkar verslun. Þær vörur sem nú þegar er hægt að kaupa í vefverslun eru merktar „BÆTA Í KÖRFU„.

Viðskiptavinir geta valið um að sækja pöntunina í okkar verslun eða fá vörurnar sendar heim að dyrum með póstinum.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link