fbpx

Margir framleiðendur að loka

Margar samsetningarverksmiðjur framleiðenda eru að loka tímabundið vegna Covid-19.

Við höfum fengið staðfest að Callaway, Ping og Titleist eru að loka. Þeir hjá Callaway hafa ákveðið að loka í 3 vikur þannig að sérpantanir á sérsmíðuðum settum sem við sendum þeim verða ekki afgreiddar til okkar fyrr en eftir 4-5 vikur. Hversu lengi Ping og Titleist loka vitum við ekki en fáum væntanlega fréttir af því í vikunni.

Þeir hjá Cobra eru enn með opið og afgreiða enn sem komið er allar pantanir til okkar fljótt og vel. Það gæti þó breyst á næstu dögum.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link