Við vorum að setja haustferðirnar í sölu ásamt áramótaferðinni.
Í haust þá bjóðum við áfram upp á Bonalba en bætum einnig við ferðum til Villaitana. Fyrstu ferðirnar verða 17.september og við verðum að þar til 24.nóvember.
Við bjóðum upp á tvær ferðir til Villaitana auk þess sem við verðum með golfskólann þar í haust.
Að venju verðum við með sér ferð fyrir heldri kylfinga 65 ára og eldri á Bonalba. Fyrir þann hóp verðum við með bæði 11 og 14 daga ferðir í boði.
Eins og fyrr segir þá verður golfskólinn á Villaitana og þar verða tveir skóla í boði, 7 og 9 daga ferðir.
Fjölmargar almennar golfferðir verða svo í boði til Bonalna og Villaitana og er fyrsta ferðin 17.september og sú síðasta 14 nóvember. Í boði eru 7, 9, 10 og 11 daga ferðir.
Að lokum má geta þess að þriðja árið í röð setjum við upp áramótaferð. Síðsutu tvö árin hafa þessar ferðir selst upp á skömmum tíma þrátt fyrir að fara í sölu snemma árs. Að þessu sinni verður farið til Bonalba og í boði er að dvelja í 7, 10, 11 eða 14 daga. Það er hægt að velja um að taka jólin með og fara út 22.desember og vera fram yfir áramótin. Að venju verður boðið upp á glæsilegan kvölverð á gamlárskvöld.
Verð á vikuferð er frá 149.900 kr (7 næstur og 6 golfdagar).
Nánari upplýsingar um allar uppsettar ferðir í haust má finna HÉRNA á vefnum okkar.