fbpx

Ping G710 járnin mætt í Golfskálann

Við erum komnir með prufuhausa og sköft í Ping G710 járnin og erum komnir á fullt í mælingar.

Ping G710 járnin koma formlega á markað núna í vikunni, fimmtudaginn 20.febrúar. Þá verða járnin komin upp á vegg hjá okkur.

G710 járnin sem koma í stað G700. VIð reiknum með að flest settin verða seld eftir mælingar og þá sérsmíðuð. Fyrir þá sem eru „standard“ þá verðum við með lagersett í eftirfarandi:

5-9 PW UW með DG 105-R300 sköftum
7-9 PW UW SW kvennasett með svörtum graphite sköftum

G710 byggir á sömu tækni og PING byrjuðu að nota í G700 og i500, þ.e. holur kylfuhaus og höggflötur úr sama „maraging steel“ efninu og notað er í fway og hybrid kylfur hjá Ping sem flexar meira og gefur meiri boltahraða og lengri högg en aðeins hærra sound. Kylfuhausinn er því úr tveimur tegundum af stáli.

G710 kylfurnar koma standar með Tour Velvet Arccos Smart gripunum og þeim fylgir frí 90 daga prufuáskrift á Arccos Caddie appinu en eftir það kostar áskriftin $99,99 USD árlega.

G710 kylfuhausinn er svartur og á að vera mjög endingargóður.

Það er Tungsten stál í bæði kylfuhálsinum og tánni og G710 er með 5% hærra MOI en G700.

G710 er frábær kylfa fyrir bæði kyn og hentar sérstaklega þeim sem eru með hægan sveifluhraða og/eða græða auka lengd með hærra boltaflugi. Kylfingar sem byrja að stunda golf á seinni árunum eru ákjósanlegir kaupendur.

G710 kylfurnar eru fáanlegar frá 4-járni og niður í SW. PW = 44°, UW = 49° og SW = 54°. Hægt er að panta þær með „Power Spec Loft“ og þá styrkist hver kylfa um 0°-1,5°.

Verðið per kylfu er 23.400 kr (stál) og 25.400 kr (grafít)

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link