fbpx

King F9 vinsælustu brautartrén

King F9 brautartrén frá Cobra eru þau vinsælustu hjá okkur í Golfskálanum þetta árið.

Í lok hvers árs þá skoðum við gjarnan sölutölur til að átta okkur á því hvaða merki/vörur eru vinsælastar í hverjum vöruflokki fyrir sig. Þegar við skoðum sölutölur í Golfskálanum þá er þetta niðurstaðan í brautartrjám fyrstu 11 mánuði ársins.

Framleiðandi:

 1. Cobra
 2. Ping
 3. Callaway
 4. Benross
 5. Titleist
 6. MacGregor
 7. Mizuno

Þegar við skoðum nánar hvaða brautartré voru vinsælust hjá okkur þá er þetta niðurstaðan:

 1. Cobra King F9
 2. Cobra F-Max SL
 3. Ping G410
 4. Ping GLE & GLE2
 5. Callaway Rogue
 6. Callaway Epic Flash
 7. Titleist TS
 8. Benross Delta
 9. Benross Pearl
 10. Benross Gold