fbpx

Vorferðir á Bonalba komnar í sölu

Bonalba er flottur valkostur á Alicante svæðinu.

Bonalba er hannaður af D. Ramon Espinosa, þekktum spænskum golfvallarhönnuði. Við golfvölllinn er gott 4ra stjörnu hótel sem farþegar okkar gista á. Herbergin eru öll búin helstu þægindum til að gera fríið sem best.

Bonalba golfvöllurinn, par 72, gulir teigar: 6.096 m, rauðir teigar: 5.329 m, liggur í skemmtilegu landslagi umhverfis Bonalba hótelið. Þrátt fyrir að það sé töluvert landslag í vellinum þá er hann alls ekki erfiður að ganga.

Öll herbergin eru með svölum, öryggishólfi, loftkælingu og sjónvarpi. Á jarðhæð hótelsins er veitingastaður, sportbar, heilsulind með þurrgufu, (sauna), blautgufu, (steambath), og innisundlaug með nuddstútum. Aðgangur er innifalinn í verði ferða, en greiða þarf sérstaklega fyrir nudd og dekur meðferðir. Fyrir utan hótelið er svo stór sundlaugargarður með góðri aðstöðu til slökunar í sólinni.

Á Bonalba er ávallt morgunverður innifalinn og svo er val um kvöldmat, drykki með kvöldmatnum eða alla drykki milli kl. 17:00-23:00.

Bonalba er vel staðsett. Aðeins um 30 mínútur frá flugvelli og 20 mínútur frá miðbæ Alicante.

Farþegum okkar á Bonalba stendur til boða að spila vinavelli okkar á svæðinu, Alenda og Font Del Lloop.

Nánari upplýsingar um Bonalab og bókanir eru HÉRNA á vefnum okkar.

Við erum að vinna í því að semja við aðra staði vegna bæði vor-og haustferða 2020 og munum kynna þá áfangastaði um leið og þau mál eru frágegnir.

Ath. Við verðum ekki með neinar ferðir á Alicante golf vorið 2020. Nýr eigandi keypti Alicante Golf golfvöllinn í lok sumars, (ekki hótelið). Það hefur þau áhrif að við verðum ekki með ferðir á Alicante Golf næsta vor. Nýr eigandi ákvað að taka til sín þá rástíma sem við höfðum bókað næsta vor.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link