fbpx

Nýr litur í Flex frá Foot Joy

Við vorum að fá nýjan og ferlega flottan lit í Flex skóum frá Foot Joy.

Flex herraskórnir hafa verið mjög vinsælir hjá okkur og það kemur sjálfsagt til út af því að verðið er gott, þeir eru þægilegir og svo auðvitað hjálpar útlitið á skónum til. Við höfum verið með þá í þrem litum, svarta, bláa og hvíta. Við vorum að fá fjórða litinn en þetta er litur sem kemur í mjög takmörkuðu magni, (Limited edition). Við reiknum með að þessir skór fari fljótt, ekki síst til þeirra sem eru á leið í sólina í golf. Verð 14.400 kr.

Hérna á vefnum okkar má sjá línuna í skóm frá FJ í okkar verslun.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link