fbpx

Öryggisstangir fyrir ferðalagið

Það er fátt verra en þegar komið er til útlanda með golfsettið og driverinn kemur brotinn upp úr golfpokanum. Öryggisstöng er góð trygging fyrir tjóni á ferðalögum.

Við seljm tvær tegundir af öryggisstöngum frá Big Max og Clicgear. Þessar stangir eru settar í golfpokann áður en hann fer í ferðapokann. Ef það kemur högg ofan á pokann þá tekur stöngin höggið en ekki driverinn eða aðrar trékylfur í pokanum. Stöngin frá Big Max kostar 3.900 kr en frá Clicgear 5.900 kr.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link