fbpx

Fystu farþegarnir farnir til Spánar

Í dag hófst hausttímabilið okkar á Spáni.

Fyrstu farþegar Golfskálans þetta haustið fóru til Spánar í dag og síðustu farþegarnir koma síðan heim um miðjan nóvember. Lang flestir eru á leið til Alicante Golf en við verðum einnig með farþega á Villaitana. Okkar starfsfólk er ýmist komið til Alicante eða á leiðinni. Ingibergur Jóhannsson PGA kennari, Jens Uwe Friðriksson og Guðfinna Þorsteinsdóttir fóru út í dag og síðan fer Björn Kristinn Björnsson PGA kennari út í næstu viku. Þau fjögur munu halda utan um okkar farþega næstu tvo mánuðina og það er mikil tilhlökkun í okkar fólki.

Á næstu tveim mánuðum þá erum við að taka á móti kylfingum í almennar ferðir, golfskóla, Golfgleðina og svo kemur að venju stór hópur heldri kylfinga, (65+ ára), til Alicante Golf. Við munum flytja ykkur fréttir og setja inn fjölda mynda á vefinn okkar og á fésbókarsíðuna næstu vikurnar.

Golfskálinn þakkar frábærar viðtökur við haustferðunum. Það er svo ekki langt í að við setjum vorið 2020 í sölu.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link