fbpx

Tilboð á gripum & frí ásetning

Golfskálinn er nú með tilboð á gripum og ásetningu þeirra. Við erum að bjóða 15% afslátt af öllum gripum og svo kemur FRÍ ásetning í kaupbæti, (frí ásetning á við þegar gripin eru keypt hjá okkur). Þeir kylfingar sem stefna í golfferð í sólina í haust ættu að skoða gripin vandlega. Ekki láta léleg grip skemma golfferðina.

Þetta tilboð á við um öll grip sem við erum með í boði í okkar verslun.

Reynslan segir okkur að þegar við bjóðum svona tilboð þá verður mikið að gera hjá okkur í gripaskiptum. Við gætum því þurft að lengja afgreiðslutímann í einhverjum tilfellum í 2-4 daga á meðan tilboðið er í gangi.

Stundum gerist það að kylfingar koma til okkar og vilja fá ný grip á kylfurnar því þau gömlu eru léleg. Þegar við svo skoðum gömlu gripin betur þá sjáum við stundum að þau eru í góðu lagi en það þarf bara að þvo þau almennilega. Eitt besta ráðið við að þvo gripin er að stinga þeim undir rennandi vatn og skrúbba þau með uppþvottabursta og nota uppþvottalög, (skola svo mjög vel). Það er nefnilega oft þannig að mikil fita leggst á gripin sem næst af með uppþvottalegi. Endilega komið við hjá okkur og við metum hvort það sé nauðsynlegt að skipta um gripin eða hvort það dugi að þvo þau.
TILBOÐIÐ ER Í GANGI TIL LAUGARDAGSINS 14.SEPTEMBER.
Já og eitt í viðbót. Það er frábær hugmynd að hafa GRIP BOOST sprey í pokanum þegar farið er í golfferð.