fbpx

Fréttir af sendingum undanfarna daga

Við fáum sendingar daglega frá okkar birgjum og höfum nóg að gera við að taka upp úr kössum. Hér eru nokkrir punktar um það sem hefur verið að koma upp úr kössum síðustu daga.

Við fáum daglega sendingar frá okkar stærstu birgjum og má þar helst nefna Callaway, Cobra, Ping, Titleist o.fl. Við erum ekki að henda inn fréttum af öllum þessum sendingum nema það sé eitthvað nýtt og sérstakt.

Evnroll
Við fengum enn eina sendinguna frá þeim í vikunni en þetta eru vinsælustu pútterarnir okkar síðustu 2 árin. Nánar um úrvalið HÉRNA á vefnum okkar.

Ping Gle2
Ný lína fyrir dömurnar frá Ping. Við fengum fyrstu kylfurnar fyrir nokkrum dögum og erum jafnfram komnir með demó kylfur þannig að dömurnar geta farið að bóka mælingar. Glæsileg lína sem tekur við af Gle sem hefur verið í gangi síðsutu 2 árin. Nánar um úrvalið HÉRNA á vefnum okkar.

Alberto
Það virðast ekki vera nein takmörk á vinsældum Alberto hjá okkur. Við vorum að taka upp stóra sendingu með buxum fyrir bæði dömur og herra. Gott úrval í boði og besta verðið.

Precision Pro
Vorum að fá sendingu og eigum nú nóg af báðum fjarlægðarmælunum. Þessir mælar hafa komið frá bærlega út og fengið mjög góða dóma. Sjá nánar HÉRNA á vefnum okkar.

Clicgear
Fengum sendingu í byrjun vikunnar og eigum nú 5 liti af þessari kerru. SJá nánar HÉRNA á vefnum okkar.

Bionic
Sending með þessum vinsælu leðurhönskum datt inn á gólf hjá okkur um daginn, meðal annars gigtarhanskinn í kvk og kk á báðar hendur. Eigum nú báðar tegundir í öllum stærðum. Sjá nánar HÉRNA á vefnum okkar.

MacGregor
Vorum að fá stóra sendingu frá þeim. Þetta er eitt af þessum „Best Buy“ merkjum hjá okkur. Vinsælu byrjenda settin eru nú til í öllum útgáfum. Einnig barnapakkarnir. Sjá nánar HÉRNA á vefnum okkar.

Foot Joy
30 ára afmælisútgáfan af DryJoy skónum er komin í hús (Anniversary), bæði fyrir herra og dömur. Sjá nánar HÉRNA á vefnum okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link