fbpx

Afmælisútgáfa af DryJoy Tour frá FJ

Við vorum að fá inn á gólf 30 ára afmælisútgáfu af DryJoy Tour skónum frá Foot Joy, bæði fyrir dömur og herra.

DryJoys Tour fagnar 30 árum í ár. Af því tilefni kemur út í mjög takmörkuðu upplagi afmælisútgáfa og litla Ísland fékk 12 pör. Á sama tíma viljum við bjóða til sölu DryJoys dömuskóinn í fyrsta sinn hjá okkur en við fengum aðeins 20 pör af þeim skó. Þrátt fyrir að dömuskórnir eiga ekki jafn langa sögu og herraskórnir þá eru hér á ferðinni mest notuðu FootJoy skórnir á LPGA og LET mótaröðunum. Sjá mynd af dömuskónum HÉRNA á vefnum okkar.

DryJoys Tour hafa frá árinu 1989 verið notaðir af mörgum af bestu kylfingum heims. Hreinar línur, fyrsta flokks leður og frábær sóli sem veitir mikinn stöðugleika gera það að verkum að DryJoys Tour skórnir eru ennþá einir allra mest seldu skórnir frá FootJoy ár hvert.

Stærðirnar sem eru í boði:
36,5 til 42 fyrir dömurnar
42 til 45 fyrir herrana

Dömuskórnir kosta hjá okkur 23.800 kr. en herraskórnir kosta 28.800 kr.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link