fbpx

Cobra demó dagar hjá Golfklúbbnum Keili

Næstu helgi, 1.-2.júní verður Golfskálinn í samstarfi við Cobra með demó daga í Hraunkoti.

Sérfræðingur frá Cobra, Joakim Carlson, ásamt fulltrúum Golfskálans bjóða upp á fría mælingu (fitting) fyrir allar nýjustu lylfurnar frá Cobra næstu helgi. Við verðum hjá Golfklúbbnum Keili, (Hraunkoti), bæði á laugardag og sunnudag 1-2.júní milli kl. 12-17.

Þar getur þú komið og prufað allar nýju kylfurnar frá Cobra, King F9 Speedback, F-Max Superlight, King Forged Tec og King CB/MB. Já og auðvitað One Lenght járnin.

Þeir sem vilja fá fría mælingu hjá Joakim Carlsson geta skráð sig hjá Golfskálanum. Þeir sem eru ekki að leita eftir mælingu en vilja prufa þessar gæða kylfur geta bara mætt á staðinn og fengið að prufa allt það nýjasta frá Cobra.

Joakim Carlson hefur verið einn allra fremsti mælingamaður (fittari) hjá Cobra í Evrópu síðustu fjögur árin. Nýtið tækifærið og komið í tíma til hans næstu helgi.

Hvetjum konur og karla til að mæta.

Skráning í mælingar eru í Golfskálanum. Best að senda póst á info@golfskalinn.is eða hringja í okkur í síma 578-0120

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link