fbpx

15% verðlækkun á rafmagnskerrum

Vegna betri samninga við birgja og hagstæðari samninga við flutningsaðila getum við nú boðið um 15% lækkun á verði PowerBug rafmagnskerrum.

PowerBug merkið er eitt allra vinsælasta merkið í rafmagnskerrum á Íslandi undanfarin ár. Við eum með tvær tegundir af kerrum frá PowerBug, Infinity X1 og Infinity DHC. Það sem DHC kerran hefur fram yfir X1 kerruna er fyrst og fremst bremsubúnaður sem nýtist vel þegar farið er niður brattar brekkur. Báðar kerrurnar eru í boði bæði hvítar og svartar.

Verðlækkunin sem við boðum er verulega góð:

Infinity X1 fer úr 94.900 kr niður í 79.900 kr
Infinity DHC fer úr 114.900 kr niður í 99.900 kr

HÉRNA á vefnum okkar má sjá nánari upplýsingar um þessar kerrur

Infinity X1 kerruna eigum við til í dag en DHC kerran hefur verið uppseld í Evrópu undanfarna 2 mánuði en er væntanleg til okkar aftur eftir 2-3 vikur. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af þeirri kerru geta haft samband við okkur og við tökum þá frá eintak. Í fyrstu vorsendingunni sem er væntanleg eru aðeins 40 DHC kerrur og við reiknum með að þær fari fljótt. Hægt er að senda póst á info@golfskalinn.is eða hringja í okkur í 578-0120.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link