fbpx

Áramótaferð á Alicante Golf

Eftir vel heppnaða golfferð til Alicante Golf síðustu áramót þá höfum við ákveðið að endurtaka leikinn og erum búnir að setja upp áramótaferð næstu áramót.

Við höfum sett upp fimm mismunandi pakka í þessa ferð, 7 daga, 10 daga, 11 daga og 14 daga ferðir.

10 nætur – 8 golfdagar (28.12.19. – 07.01.20.)
7 nætur – 5 golfdagar (28.12.19. – 04.01.20.)
14 nætur – 11 golfdagar (21.12.19. – 04.01.20.)
11 nætur – 8 golfdagar (24.12.19. – 04.01.20.)
14 nætur – 11 golfdagar (28.12.19. – 11.01.20.)

Innifalið í verði:

  • Beint flug með Norwegian til og frá Alicante
  • Flugvallarskattar
  • Farangur: handfarangur, ferðataska og golfsett
  • Gisting með morgunverði (hægt að bæta við kvöldmat)
  • Akstur til og frá Alicante flugvelli
  • 18 holur hvern golfdag, 25 evrur greiðast fyrir aukahring og þá er golfbíll innifalinn. Alicnte Golf er lokaður 2 daga á ári, 25.des og 1.jan en við getum mögulega útvegað golf á öðrum völlum þá daga.
  • Golfbíll fyrstu 18 holur hvern golfdag
  • Gala-kvöldverður og skemmtun á gamlárskvöld (innifalið hvort sem ferðin er bókuð með eða án kvöldmat)
  • Fararstjórn frá Golfskálanum milli 28.des til 11.jan.

Meðalhiti í Alicante í desember er 18° (high) og 8° (low). Meðalhitinn yfir sólarhringinn er 13°. Sem sagt gott golfverður.

Við erum með frátekna rástíma milli kl. 09-12, við viljum leyfa sólinni að komast vel á loft. Fyrir þá sem vilja fara fyrr út á morgnanna þá björgum við því.

Við viljum taka fram að síðustu áramót fórum við með 80 manna hóp í þessa ferð og hún seldist upp á skömmum tíma.

Allar nánari upplýsingar og verð er að sjá HÉRNA á vefnum okkar. Þar er einnig hægt að bóka þessa ferð.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link