fbpx

Golfskálinn með mælingar á Akureyri

Golfskálinn verður með mælingar í Golfhöllinni á Akureyri helgina 16.-17.febrúar. Það verða þeir Jón Gunnar og Bergur sem mæta frá Golfskálanum og það eru allir velkomnir að panta tíma.

Við munum bjóða upp á allt það nýjasta frá Cobra, Ping, Callaway, Titleist, Mizuno og Benross, (bæði fyrir konur og karla). Verð fyrir mælinguna er 8.900 kr og kemur það til frádráttar sem afsláttur ef viðkomandi pantar sett eða driver í framhaldinu.

Þetta er gott tækifæri fyrir kylfinga til að skoða sveifluna sína áður en sumarið gengur í garð. Mikið úrval verður af kylfum og gott verð í boði.

Nánari upplýsingar og tímapantanir á skrifstofa@gagolf.is