fbpx

Gleði í áramótaferð Golfskálans

Rúmlega 80 manna hópur er með Golfskálanum á Alicante Golf þessa dagana. Flestir í hópnum fóru utan 26.desember og koma heim 5.janúar.

Ferðin hefur tekist vel og við sjáum ekki betur en að allir fari glaðir heim. Gott veður, góður völlur og frábær félagsskapur er það sem hefur einkennt þessa ferð.

Í gær á gamlársdag þá settum við upp „Áramót“ sem var fjögurra manna Texas Scramble, (sigurliðið er á myndinni hér að ofan).

Árinu var slúttað með mikilli veislu hér á hótelinu þar sem öllu var tjaldað til. Flott veisla, matur, tónlist og dans fram eftir nóttu.

Við vorum að setja inn nokkrar myndir á Facebook sem við og farþegar okkar hafa tekið undanfarna daga. Myndirnar má sjá HÉRNA.

 

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link