fbpx

Vorferðirnar til Spánar komnar í sölu

Allar vetrar-og vorferðir eru komnar í sölu hjá Golfskálanum. Við verðum með ferðir til Spánar frá febrúar of fram í maí. Að þessu sinni bjóðum við upp á Villaitana og svo að sjálfsögðu Alicante Golf.

Vetrarferðirnar slógu í gegn hjá okkur síðasta vetur og við endurtökum leikinn í febrúar og mars. Hægt er að velja um 4-28 daga ferðir á þessum tíma á fínu verði. Verð frá 109.900 kr. Nánar um vetrarferðirnar HÉRNA.

Villaitana er nýr áfangastaður hjá okkur. Við bjóðum upp á vikuferð á þennan áhugaverða stað í maí. Nánar um Villaitana HÉRNA.

Ferð Heldri kylfinga, (65+ ára), er á sínum stað. Hægt er að velja um bæði 10 og 14 nátta ferð til Alicante Golf. Við reiknum með að þessar ferðir seljist fljótt upp að venju. Nánar um þessar ferðir HÉRNA.

Golfgleðin fær sitt pláss og að þessu sinni verður farið 30.mars og dvalið í 10 nætur á Alicante Golf. Nánar um Golfgleðina HÉRNA.

Golfskólinn okkar verður í apríl og við hvetjum áhugasama til að hafa samband sem fyrst því skólin okkar á vorin er venjulega eftirsóttur. Þessa ferð, eins og margar aðrar, er hægt að lengja í báða enda. Nánar um Golfskólann HÉRNA.

Almennar ferðir verða svo í boði frá byrjun apríl og fram í maí. Nánar um þessar ferðir HÉRNA.

HÉRNA má svo sjá yfirlit og verðlista yfir allar okkar ferðir í vor.

Þess má svo geta að áramótaferðin til Alicante Golf verður 10 nátta ferð frá 26.desember til 5.janúar. Uppselt er í þessa ferð.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link