fbpx

Texas Scramble – Annað mót Golfgleðinnar

Í gær vorum við með fjögurra manna Texas Scramble mót á Alicante Golf. Allir liðsmenn í hverju liði þurftu að skila minnst tveim upphafshöggum.

Á myndinni má sjá þau lið sem lentu í efstu fjórum sætunum. Þau komu öll inn á sama skori, 70 högg eða 2 undir, (án forgjafar).

Í liðinu sem raðaðist í 1.sætið voru þau Jónína Hafliðadóttir, Ólafur Björn Björnsson, Kristín Dagný Magnúsdóttir og Guðmundur Lárusson.

Í dag er svo frjálst golf sem endar svo með Paella kvöldi á veitingastaðnum Petímetre. Við verðum svo með næsta mót á morgun.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link