fbpx

Titleist TS2 & TS3 trékylfurnar

Þann 28.september kemur TS línan frá Titleist formlega á markað, bæði dræverar og brautartré. Við erum komin með demo kylfur og byrjuð að bjóða upp á mælingar og getum sérpantað í kjölfarið.

Titleist setja nýjar trékylfur á markað á 2 ára fresti og því er ávallt mikil bæting á milli lína hjá þeim. Nýja línan kallast TS og miðað við umfjöllun undanfarið á samfélagsmiðlum þá eru hér á ferðinni mjög spennandi kylfur sem gaman verður að prófa.

Samkvæmt Titleist þá snýst TS fyrst og fremst um hraða, búið er að gjörbreyta hönnun kylfanna og stuðlar nýja hönnunin að hraðari sveiflum og hraðara og lengra boltaflugi.

TS trékylfurnar koma í tveimur útfærslum, TS2 og TS3. Helsti munurinn á milli þessara tveggja útfærsla er sá að TS3 hausarnir eru klassískari í útliti, bjóða upp á nákævmari stillingar sem henta bestu kylfingunum á meðan að TS2 er með nýtískulegra útliti og færri möguleikum í stillingum en í staðinn fyrirgefur TS2 kylfuhausinn betur og minnkar flug frá vinstri til hægri.

Nánar um verð má finna HÉRNA á vefnum okkar.

Allar nánari upplýsingar um nýju TS trékylfurnar frá Titleist má finna HÉRNA.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link