fbpx

Titleist AVX – Nýr bolti sem vekur umtal

Við vorum að fá upp í hillur AVX boltann frá Titleist

Síðastliðið sumar var nýr golfbolti frá Titleist settur á markað en aðeins í tveimur fylkjum Bandaríkjanna fyrst um sinn þar sem hann var til reynslu. Nýji golfboltinn kallast AVX og fékk hann það góðar viðtökur í þessum tveimur fylkjum að ákveðið var setja hann á markað á heimsvísu.

AVX golfboltinn svipar til Pro V1 golfboltans og má rekja uppruna hans til þess að boltaverkfræðingum Titleist var falið það verkefni að hanna golfbolta sem hefði flest það sem Pro V1 biði upp á en myndi skila kylfingum auka högglengd og þá aðallega með járnum því erfitt væri að auka högglengd með trékylfum.

Hönnuðum Titleist tókst mjög vel upp þökk sé byltingarkenndum kjarna AVX golfboltans ásamt sérstakri hlíf sem er utan um kjarnann og loks ysta lagsins sem unnið er úr sama urethane efni og notað er á Pro V1 en þó með öðruvísi munstri.

Þessi hönnun skilar sér í að AVX fer hraðar af stað og myndar minni spuna og fer því lengra hjá flestum kylfingum, sérstaklega með járnunum.

Samkvæmt Titleist þá AVX mýkri en bæði Pro V1 og Pro V1x og boltaflugið er lægra sem er rökrétt miðað við að AVX er hannaður til að mynda minni spuna.

Verð 1.800 kr (3 boltar) eða 7.200 kr dúsínið

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link