Áramótaferð á Alicante Golf

Við vorum að bæta við sætum í áramótaferð Golfskálans. Við bjóðum bæði 7 og 10 nátta ferð. Verð frá 164.900 kr.

Þessa ferð er ekki hægt að bóka á vefnum okkar. Áhugasamir sendi póst á travel@golfskalinn.is eða hringið í 578-0120 og spyrjið eftir Bergi eða Hans. Verð er háð flugsætastöðu hverju sinni.

7 nætur og 5 golfdagar (26.12 – 02.01)
169.900 kr – Tvíbýli með morgunmat
189.900 kr – Einbýli með morgunmat
184.900 kr – Tvíbýli morgun-og kvöldmatur
204.900 kr – Einbýli morgun-og kvöldmatur

10 nætur og 8 golfdagar (26.12 – 05.01)
199.900 kr – Tvíbýli með morgunmat
219.900 kr – Einbýli með morgunmat
219.900 kr – Tvíbýli morgun-og kvöldmatur
239.900 kr – Einbýli morgun-og kvöldmatur

Innifalið í verði:

  • Beint flug með Norwegian til og frá Alicante
  • Flugvallarskattar
  • Farangur: handfarangur, ferðataska og golfsett
  • Gisting með morgunverði (hægt að bæta við kvöldmat)
  • Akstur til og frá Alicante flugvelli
  • 18 holur hvern golfdag, 25 evrur greiðast fyrir aukahring og þá er golfbíll innifalinn
  • Golfbíll fyrstu 18 holur hvern golfdag
  • Gala-kvöldverður á gamlárskvöld (innifalið hvort sem ferðin er bókuð með eða án kvöldmat)
  • Fararstjórn frá Golfskálanum

Meðalhiti í Alicante í desember er 18° (high) og 8° (low). Meðalhitinn yfir sólarhringinn er 13°. Sem sagt gott íslenskt golfverður.

Við erum með frátekna rástíma um kl 10:30, við viljum leyfa sólinni að komast vel á loft. Fyrir þá sem vilja fara fyrr út á morgnanna þá björgum við því.

Beint flug með Norwegian:

KEF/ALC 10:45/16:15 (26.des)
ALC/KEF 07:10/11:10 (5.jan)
ALC/KEF 06:00/10:00 (2.jan)