fbpx

Ný persónuverndarlög taka gildi 15.júlí

Ný persónuverndarlög

taka gildi hér á landi 15.júlí 2018. Reglugerðin styrkir réttindi einstaklinga gagnvart þeim sem hafa undir höndum persónuupplýsingar þeirra.

Ef viðskiptavinir eru skráðir á póstlista okkar þá fá þeir pósta frá okkur í markaðslegum tilgangi, eins og þau fréttabréf sem við sendum reglulega frá okkur. Viðskiptavinir geta ávallt afskráð þig af póstlista okkar með því að smella á „Afskrá af póstlista” neðst í hverju útsendu fréttabréfi.

Persónuverndarstefna  Golfskálans
Golfskálinn leggur áherslu á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem Golfskálinn safnar. Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum hún safnar og með hvaða hætti slíkar persónuupplýsingar eru nýttar.

Tilgangur og lagaskylda
Golfskálinn leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er persónuverndarstefna þessi byggð á lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, („persónuverndarlög“), með síðari breytingum.

Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg eða nafnlaus teljast ekki persónuupplýsingar.

Persónuupplýsingar sem Golfskálinn safnar og vinnur með
Við kunnum að safna persónuupplýsingum um viðskiptavini í tengslum við samskipti og viðskipti. Þetta á sérstaklega við um ferðaþjónustu Golfskálans. Upplýsingar viðskiptavina sem við kunnum að safna eru:  Samskiptaupplýsingar; svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang .  Við söfnum ekki greiðslukorta upplýsingum viðskiptavina okkar, heldur fara greiðslur beint í gegnum greiðslusíðu Borgunar hjá þeim sem greiða ferðir sínar á vefsíðu Golfskálans.  Við aðrar greiðslur eins og símgreiðslur, þá er  kortaupplýsingum ávallt eytt eftir greiðslu.

Hvers vegna söfnum við og vinnum persónuupplýsingar og á hvaða grundvelli? 
Þær persónuupplýsingar sem við vinnum eru fyrst og fremst unnar á grundvelli viðskipta við Golfskálann.  Það á t.a.m. við um samskiptaupplýsingar þannig að okkur sé kleyft að hafa samband við viðskiptavini. Þá kunnum við að vinna með upplýsingar um tölvupóstföng í þeim tilgangi að senda eftir atvikum markpóst. Í þeim tilvikum þar sem söfnun og vinnsla persónuupplýsinga byggir á samþykki viðskiptavinar, er ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki.

Varðveisla á persónuupplýsingum
Golfskálinn mun leitast við að varðveita aðeins persónuupplýsingar um eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, nema annað sé heimilt eða skylt samkvæmt lögum.

Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt? 
Golfskálinn leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar, með sérstöku tilliti til eðlis þeirra.

Réttindi viðskiptavina hvað varðar þær persónuupplýsingar sem Golfskálinn vinnur
Viðskiptavinir eiga rétt á að fá aðgang og í ákveðnum tilvikum afrit af þeim persónuupplýsingum sem við vinnum sem og upplýsingar um vinnsluna.  Við ákveðnar aðstæður kunna viðskiptavinir jafnframt að hafa heimild til að óska eftir því að persónuupplýsingum verði eytt eða að vinnsla þeirra verði takmörkuð. Auk þess kann að vera að viðskiptavinir eigi rétt á afriti af þeim upplýsingum sem þeir hafa afhent okkur á tölvutæku formi, eða að við sendum þær beint til þriðja aðila.  Þegar við vinnum persónuupplýsingar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar getur viðskiptavinur andmælt þeirri vinnslu.

Fyrirspurnir
Ef viðskiptavinir hafa einhverjar spurningar vegna persónuverndarstefnu Golfskálans eða það hvernig við vinnum með persónuupplýsingar, vinsamlegast hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst og við munum leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina um réttindi viðskiptavina samkvæmt persónuverndarstefnu þessari.

Endurskoðun
Golfskálinn getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig Golfskálinn vinnur með persónuupplýsingar. Verði gerðar breytingar á persónuverndarstefnu þessari verður uppfærð útgáfa birt á vefsíðu Golfskálans.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link