fbpx

Ping hanskarnir bestir að mati MyGolfSpy

Þeir hjá Ping eru þekktir fyrir góðar kylfur en það eru ekki margir sem tengja Ping merkið við góða hanska eða hanska yfir höfuð.

Það kom okkur á óvart, (en þó ekki), að sjá hversu frábæra dóma Ping hanskarnir eru að fá hjá MyGolfSpy. Vefsíðan MyGolfSpy tekur reglulega út hinar ýmsu golfvörur og ber saman mismunandi merki til að finna það besta á markaðnum í dag. Nú nýlega var gerð rannsókn á golfhönskum og það er gaman að segja frá því að hanskarnir sem að við í Golfskálanum tókum inn í vor komu best út. PING Tour leðurhanskinn var valinn sá besti í sínum flokki og PING Sport hanskinn sem fæst hjá okkur fyrir bæði dömur og herra var valinn besti alhliða hanskinn.

Við hvetjum alla kylfinga og þá sérstaklega PING aðdáendur til að kíkja á okkur og prófa þessa hanska.

PING Tour leðurhanskinn er allur unninn úr  hágæða Cabretta leðri.

PING Sport hanskinn er unninn úr þremur efnum, Cabretta leðri í lófanum, gervileðri á bakhöndinni ásamt að Lycra teygjuefni er notað á milli fingranna og einnig yfir hnúanna. Herra Sport er hvítur með svörtum lófa en Frú Sport er hvítur með hvítum lófa.

HÉRNA má má lesa nánar um þessa skemmtilegu rannsókn hjá MyGolfSpy.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link