fbpx

Nýtt starfsfólk hjá Golfskálanum

Við bjóðum tvo kylfinga velkomna í hóp starfsmanna Golfskálans.

Jón Gunnar Traustason hefur verið ráðinn verslunarstjóri Golfskálans. Þess má geta að Jón Gunnar er Íslandsmeistari í golfi 50 ára og eldri. Hann sigraði sinn flokk 2017 bæði með og án forgjafar.

Oddný Huld Halldórsdóttir hóf störf hjá okkur núna í maí en hún hefur stundað golf frá 6 ára aldri. Hún útskrifaðist með BSc í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands núna í vor. Oddný verður í góðu teymi starfsmanna í verslun. Við væntum mikils af þeim báðum og bjóðum þau velkomin til starfa.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link