fbpx

Aðeins nokkur sæti laus í Golfgleðina

Við viljum benda á að nú eru bara nokkur sæti laus í Golfgleðina okkar í haust. Það fer því hver að verða síðastur að bóka sig.

Golfgleðin okkar verður á Alicante Golf í októbér. Golfgleðin er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem vilja fleiri mót og eru óhræddir við að láta hrista aðeins uppí röðun í holl.

Golfskálinn hefur undanfarin ár boðið reglulega upp á Golfgleðina við miklar vinsældir. Hugmyndin kom til í spjalli með farþegum, einmitt á Alicante Golf, þar sem rætt var um möguleikan á að bjóða upp á ferð sem væri með meira af golfmótum. Þó þannig að markmiðið væri alltaf að hafa mótin á léttu nótunum og þannig aðgengileg og spennandi fyrir sem flesta.

Venjan hefur verið að vera með 4 fjölbreytileg golfmót í dagskrá golfgleðinnar auk lokahófs með sameiginlegu borðhaldi og verðlaunaafhendingu.

Golfgleðin sjálf er dagana 23. til 30. október en þeir sem vilja vera lengur geta valið lengri ferðir, 19. – 30. október eða 23. október – 2. nóvember.

Nánar um þessa ferð HÉRNA á vefnum okkar og þar er líka hægt að bóka ferðina.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link