Fyrstu farþegarnir lenda á Spáni í dag

Golfskálinn ákvað síðasta haust að gera tilraun með vertargolf á Alicante Golf. Hugmyndin kom þegar WOW ákváðu að vera með beint flug á Alicante frá byrjun febrúar.

Okkur tókst að setja saman fjölda pakka á mjög góðu verði og viðtökurnar hjá kylfingum voru frábærar. Þessar ferðir seldust upp hjá okkur og fyrstu kylfingarnir lenda í Alicante í dag og eiga svo rástíma strax á morgun.