Nokkur hamarshögg næstu dagana

Næstu 2 vikurnar munum við fara í ákveðnar breytingar á rýminu fyrir aftan verslunina, þ.e. prufubásinn og lagerinn. Þetta mun vonandi ekki trufla okkar viðskiptavini mikið ef frá eru talin einhver hamarshögg.

Við ætlum að færa prufubásinn til og skapa meira „næði“ fyrir þá sem koma í mælingu hjá okkur. Eins erum við að færa stóran hluta af lagernum niður á næstu hæð til að búa til pláss fyrir móttöku ferðaþjónustunnar.