fbpx

Verðlækkun á kylfum frá Cobra

Það er okkur sérstök ánægja að segja frá því að við vorum að taka inn fyrstu sendinguna frá Cobra, (2018 línan), og um 90% af öllum Cobra kylfum eru að lækka í verði hjá okkur.

2018 línan frá Cobra hefur verið að fá frábærar viðtökur erlendis og við trúum því að þegar allt er skoðað, verð, gæði, útlit…. þá er Cobra frábær kostur fyrir karla og konur, (já og krakkana líka).

Við erum komnir með demó hausa og sköft í flestum kylfum frá Cobra þannig að nú er tilvalið að koma og purfa þessar kylfur. Við erum komnir með allar kylfurnar upp á vegg hjá okkur, járnasett og trékylfur.

Við vorum einnig að fá í hús úrval af húfum, ferðapokum, handklæðum, lúffum o.fl. frá Cobra. Við munum svo á næstu dögum og vikum fá kerru-og burðarpokana og svo auðvitað allan fatnaðinn og skóna frá Puma.

Sjá þær Cobra vörur sem eru komnar HÉRNA á vefnum okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link