fbpx

Páskaferð á Bonalba á góðu verði

Golfskálinn er með 9 daga páskaferð á Bonalba 28.mars til 6.apríl. Verð 189.900 kr í tvíbýli með morgun-og kvöldmat og ótakmörkuðu golfi, (háð því að það séu lausir rástímar).

Bonalba er hannaður af D. Ramon Espinosa, þekktum spænskum golfvallarhönnuði sem er talinn einn af betri golfvallahönnuðum í Evrópu. Við golfvöllinn er mjög gott 4 stjörnu hótel sem farþegar okkar gista á. Herbergin eru öll búinn helstu þægindum til að gera fríið sem best.

Öll herbergin eru með svölum, öryggishólfi, loftkælingu og sjónvarpi. Á jarðhæð hótelsins er heilsulind með þurrgufu, (sauna), blautgufu, (steambath), og innisundlaug með nuddstútum. Aðgangur er innifalinn í verði ferða, en greiða þarf sérstaklega fyrir nudd og dekur meðferðir. Fyrir utan hótelið er svo sundlaug með góðri aðstöðu til slökunar í sólinni.

Nánar um Bonalba HÉRNA á vefnum okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link