fbpx

Golfskóli á Spáni í febrúar og mars

Fyrir utan okkar hefðbundnu vorferðir til Alicante í lok mars og fram í maí þá bjóðum við nú í fyrsta skipti ferðir til Alicante Golf frá byrjun febrúar og fram í miðjan mars á enn betra verði.

Vissir þú að það er almennt gott veður á Alicante svæðinu yfir vetrartímann? Í febrúar og mars er meðal hitastig yfir daginn 18-20 gráður í forsælu og flesta daga heiðskýrt. Í raun eins og góðir sumardagar hérna heima.

Með tilliti til þessa þá bjóðum við nú ferðir til Alicante Golf á tímabilinu 8. febrúar til 18. mars á verði sem vert er að skoða. Allt frá 3 daga helgarferðum til 39 daga ef þú vilt vera allan tímann.

Við höfum nú ákveðið að setja upp þrjár ferðir á þessum tíma þar sem golfkennsla er innifalin, (22.02 – 08.03. Val um viku eða 2 vikur). Verð fyrir vikuna 149.900 kr.

22.02 – 01.03 kr. 149.900 á mann í tvíbýli
22.02 – 08.03 kr. 215.900 á mann í tvíbýli
01.03 – 08.03 kr. 149.900 á mann í tvíbýli

Kennt í 2-3 klukkutíma, (fer eftir fjölda), 3 daga í hverri ferð.

Ingibergur Jóhannsson PGA golfkennari sér um kennsluna auk almennrar fararstjórnar.

Innifalið í verði:

  • Beint með WOW air til og frá Alicante
  • Flugvallarskattar
  • Handfarangur 10 kg. (42x32x25), ferðataska 20 kg. og golfsett 20 kg.
  • Gisting í tvíbýli með morgunverði (hægt er að bóka einbýli og bæta við kvöldmat fyrir þá sem það vilja).
  • 18 holur pr. golfdag með golfbíl, €18 á mann greiðast fyrir aukahring á golfdegi og þá er bíll innifalinn.
  • 2-3 tíma kennsla í 3 daga.
  • Ekki innifalið akstur milli flugvallar og hótels, leigubíll kostar um 30 evrur hvora leið.
  • Íslensk fararstjórn.

Nánari upplýsingar um vetrarferðirnar má sjá HÉRNA á vefnum okkar og í síma 578-0120 eða með því að senda póst á travel@golfskalinn.is

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link