fbpx

Þú getur breytt vetri í sumar

Fyrir utan okkar hefðbundnu vorferðir til Alicante í lok mars og fram í maí þá bjóðum við nú í fyrsta skipti ferðir til Alicante Golf frá byrjun febrúar og fram í miðjan mars á enn betra verði.

Vissir þú að það er almennt gott veður á Alicante svæðinu yfir vetrartímann? Í febrúar og mars er meðal hitastig yfir daginn 18-20 gráður í forsælu og flesta daga heiðskýrt. Í raun eins og góðir sumardagar hérna heima.

Með tilliti til þessa þá bjóðum við nú ferðir til Alicante Golf á tímabilinu 8. febrúar til 18. mars á verði sem vert er að skoða. Allt frá 3 daga helgarferðum til 39 daga ef þú vilt vera allan tímann.

Dæmi um verð ferða:

3 nætur (3 golfdagar) – 79.900 kr
4 nætur (4 golfdagar) – 94.900 kr
7 nætur (6 golfdagar) – 133.900 kr
10 nætur (8 golfdagar) – 169.900 kr
14 nætur (13 golfdagar) – 218.900 kr
28 nætur (18 golfdagar) – 309.900 kr
Hægt er að fækka eða fjölga golfdögum að vild.

Flogið er með WOW í beinu flugi, 2 flug í viku sunnudaga og fimmtudaga, þannig að það er auðvelt að búa til draumaferðina fyrir hvern og einn. Brottför frá Íslandi í eftirmiðdaginn og heimflugið um kvöldið.

Innifalið í verði:

  • Beint með WOW air til og frá Alicante
  • Flugvallarskattar
  • Handfarangur 10 kg. (42x32x25), ferðataska 20 kg. og golfsett 20 kg.
  • Gisting í tvíbýli með morgunverði (hægt er að bóka einbýli og bæta við kvöldmat fyrir þá sem það vilja).
  • 18 holur pr. golfdag með golfbíl, €18 á mann greiðast fyrir aukahring á golfdegi og þá er bíll innifalinn.
  • Ekki innifalið akstur milli flugvallar og hótels, leigubíll kostar um 30 evrur hvora leið.
  • Íslensk fararstjórn miðast við lágmark 16 farþega á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar HÉRNA á vefnum okkar og í síma 578-0120 eða með því að senda póst á travel@golfskalinn.is

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link