fbpx

Nýtt & spennandi – G400 línan frá Ping

G400 línan frá Ping er komin í hús. Margir hafa beðið eftir þessum kylfum og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur þær fá hjá íslenskum kylfingum.

Við erum komnir með allar demó kylfur og sköft og erum byrjaðir að taka niður pantanir í mælingar. Verð má finna hér á vefnum okkar undir „Golfverslun“.

Nokkur orð um G400 línuna, (afsakið nokkrar slettur):

G400 dræver

Mikil bylting hér á ferðinni, aldrei jafn mikill munur frá fyrra módeli. Straumlínulegri hönnun á hausnum. Dragonfly tæknin ekki bara á toppi kylfunnar heldur einnig undir henni sem eykur flæði kylfunnar og eykur swing speed. Hausinn er þynnri sem sparar þyngd og sú þyngd er notuð á staði sem hækkar MOI. Kylfuandlitið er forged, bætir feel og hljóð. Andlitið er 6% þynnra og 9% léttara. Andlitið er unnið úr nýju efni „Maraging Steel“. Það er 4% sterkara en gefur 20% meira stretch, (trampoline effect).

G400 brautartré

Perulagaðri en G-series og flatari sóli. Sama stál og í G400 drævernum. 28% þynnra andlit, 18% léttara og 30% meira flex. Mikill lengdarmundur án þess að fórna góðu brautartrés boltaflugi. Smart grooves tæknin, engar raufar í 3-trénu og svo fleiri í 7 tré en 5 tré.

G400 járn

Hærra flug um +4% vs. G-series járnin. Heitara andlit sem skilar 5yds+ í meiri lengd. Beinna flug. Fyrirgefur meira, MOI hækkar um 4%. Ný grafít sköft, ALTA CB sem búa yfir sömu AWT tækni og AWT 2.0 stálsköftin.

G400 Crossover

Sama stál notað og í G400 trékylfunum. Kylfan er mun mjórri og fallegri að horfa á en G Crossover. Fer betur í gegnum grasið, þ.e. stoppar síður við impact við grasið. Beinni og 45% minna húkk við off-center hits. Hægt að panta í öllum legum/punktum og hægt að breyta lofti líka, þ.e. styrkja eða veikja.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link