fbpx

Golfskólinn okkar á Spáni í haust

Við bjóðum upp á Golfskóla á Alicante Golf, bæði vor og haust. Golfskólinn er bæði hugsaður fyrir byrjendur og lengra komna. Þeir eru ófáir kylfingarnir í dag sem byrjuðu í golfi með því að fara í golfskóla á Spáni.

Venjulega er boðið upp á 6 daga skóla. Kennslan fer fram fyrir hádegi á æfingasvæðinu á Alicante Golf. Í skólanum er farið yfir undirstöðuatriði golfsveiflunnar, sandgryfja, vipp og pútt. Einnig er farið yfir leikskipulag, siða-og umgengnisreglur, leikhraða og forgjafakerfið. Eftir hádegi er svo val um að spila golf. Okkar reglur eru að ekki séu fleiri en 6-8 nemendur per kennara svo allir nemendurnir fái þá athygli sem þeir þurfa. Skólastjóri Golfskólans er Ingibergur Jóhannsson, PGA golfkennari.

Við bjóðum pp á tvær Golfskólaferðir haustið 1017 og verð á 7 nátta ferð er frá 204.500 kr með skolanum. Nánar HÉRNA á vefnum okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link