fbpx

ZOOM hanskar – þú verður bara að prufa

ZOOM hanskarnir hafa fengið frábærar viðtökur frá því við fengum fyrstu sendinguna. Það eru margar ástæður fyrir því að við höfum verið spenntir yfir þessum hönskum. Þeir komu formlega á markað núna í febrúar og hafa verið að slá í gegn víða erlendis. Við erum með þrjár línur frá ZOOM, Tour leður, Weather og Junior.

Tour hanskinn er leðurhanski, fáanlegur bæði fyrir dömur og herra. Weather hanskinn er það sem oft er kallað „All Weather“ hanski og kemur í 2 litum fyrir herrana og 6 litum fyrir dömurnar. Junior hanskin er „All Weather“ hanski fyrir litlu hendurnar.

En hvað er það sem gerir þessa hanska sérstaka og af hverju trúum við því að þeir eigi eftir að slá í gegn á Íslandi?

  • Flexx-Fit tæknin gerir það að verkum að þeir leggjast ótrúlega vel að hendinni og virka í raun eins og “second skin”.
  • Það er  næstum alveg sama hver lögunin á hendinni/puttunum er, hanskinn lagar sig strax að lögun handarinnar.
  • Þessir hanskar eru með um 80% færri “brot/krumpur” en hefðbundnir hanskar og halda lögun sinni mun lengur þegar þeir eru komnir á hendina. Af þessu leiðir að hanskinn leggst betur að kylfunni og gripið verður betra.
  • Það þarf ekki að “tilkeyra” þessa hanska, þeir lagast að hendinni um leið og farið er í hanskann.
  • Þessir hanskar koma í einni stærð fyrir herra, einni fyrir dömur og einni fyrir krakka. Já það er erfitt að útskýra þetta en ZOOM eru “one size fit most” hanskar. Kylfingar þurfa að máta hanskann til að sannfærast, það er bara þannig.

Junior hanskin kostar 1.400 kr.
Weather hanskarnir kosta 1.800 kr
Leðurhanskarnir kosta á 2.600 kr.

Við erum einnig með þessa hanska í boði með segli/lógói sem hentar vel fyrir hópa, fyrirtæki og golfklúbba.

Við eigum þessa hanska bæði fyrir rétthenta og örvhenta.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link