fbpx

Nýtt og spennandi frá Mizuno

Við eigum von á fyrstu sendongunni frá Mizuno á allra næstu dögum. Það er ýmslegt spennandi í gangi hjá Mizuno þetta árið og að okkar mati þá eru það JPX900 Hot Metal kylfurnar sem heilla okkur hvað mest.

Það sem gerir Mizono áhugaverðan kost í járnum er sú staðreynd að þeir eru með sama verð á flestum sköftum og gripum. Það breytir engu hvort kylfingurinn þurfi stál eða grafít, það er sama verð.

Við erum komnir með demó hausa og sköft í öllum járnum og erum byrjaðir að bóka mælingar og taka niður pantanir. Við látum vita um leið og fyrsta sending lendir inn á gólfi hjá okkur.

HÉRNA má sjá þær vörur sem eru væntanlegar á næstu dögum. JPX900 Forged og Tour járnin verðum við ekki með á lager en tökum niður sérpantanir í þær kylfur.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link