fbpx

Heldri kylfingar á leiðinni heim

Við erum með sérferðir fyrir Heldri kylfinga (65+ ára). Síðustu tvær vikurnar hafa verið hjá okkur á Alicante Golf rúmlega 80 manns en þau halda heim til Íslands á morgun.

Í dag var loka golfdagur hjá þessum glæsilega hóp. Þessar myndir voru teknar í morgun og inn á milli leynast líka fararstjórar, starfsfólk ACG og yngri kylfingar sem voru með í för. Við bendum á að haustferðirnar fyrir Heldri kylfinga eru komnar í sölu á vefnum okkar og salan fer mjög vel af stað. Þeir sem hafa áhuga ættu því ekki að draga það of lengi að bóka haustferðina.

Það má sjá margar myndir sem teknar voru af hópnum út á golfvelli í morgun HÉRNA á Facebook síðunni okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link