fbpx

Empordá Golf – Nýr áfangastaður

Empordá Golf 22.09 – 02.10, 2017. Sérferð til Empordá Golf haustið 2017, AÐEINS 24 sæti í boði. Fulltrúar Golfskálans fóru í skoðunarferð um Barcelona svæðið núna í vor og voru sammála um að til Empordá Golf yrði gaman að koma með farþega. Vellirnir og öll umgjörðin var fyrsta flokks.

Í um 1 og ½ tíma aksturfjarlægð í norð-austur frá Barcelona flugvellinum er Empordá Golf. Tveir virkilega skemmtilegir 18 holu golfvellir, forest og links, hannaðir af Robert Von Hagge. Vellirnir hafa hlotið viðurkenningar fyrir mikil gæði og er forest völlurinn ofarlega á topp 100 listanum yfir bestu velli spánar.

Við leik á völlunum þá blanda þeir skemmtilega saman báðum völlum. Þannig að í stað þess að leika bara annan hvorn völlinn þá eru leiknar 9 holur á hvorum velli fyrir sig. Við vellina er gott æfingasvæði. Vellirnir eru byggðir á flatlendi þannig að þeir eru auðveldir að ganga fyrir þá sem það kjósa.

Double tree by Hilton hótelið er gott 4 stjörnu hótel, staðsett við vellina og klúbbhúsið. Herbergin eru rúmgóð og búin helstu þægindum. Á hótelinu er góð SPA aðstaða.

Í næsta nágrenni við Empordá er fjöldi góðra veitingastaða. Hér er listi fengin frá Tripadvisor.

Sjá nánari lýsingar og myndir á heimasíðu Empordá.

Verð í tvíbýli kr. 214.000 á mann

Verð í einbýli kr. 249.000

Innifalið í grunnverði ferðarinnar er:

Flug með sköttum og 1x innrituð taska (20kg), handfarangur (42x35x25 cm), golfpoki (20kg).

Akstur milli flugvallar og hótels.

Gisting með morgunmat.

Ótakmarkað golf í 10 daga

 

Kvöldmatur 23 evrur á mann per dag, 3 rétta matseðill með vatni og 1/3 vínflösku.

Hægt er að velja suður svalir, kr. 22.000 per herbergi

Hagstæðasta leigan á golfbílum og kerrum er ef það er pantað og greitt fyrir brottför

Bíll 18 holur á dag í 10 daga kr. 41.500, kr. 20.750 á mann ef tveir deila bíl.

Bíll 36 holur á dag í 10 daga kr. 65.000, kr. 32.500 á mann ef tveir deila bíl.

Rafmagnskerra 18 holur á dag kr. 15.000

Handkerra í 10 daga kr. 3.900

 

Flogið er með WOW til Barcelona.

22.09 Brottför frá Keflavík kl. 18:05 lending í Barcelona kl. 00:30

03.10 Brottför frá Barcelona kl. 01:20 lending í Keflavík kl. 04:10

Við spilum golf á brottfarardegi og förum svo með rútu upp á flugvöll kl. 20 um kvöldið.

Hægt er að bóka þessa ferð hér á vefnum okkar

 

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link