Getum mögulega útvegað nokkur sæti

Sala golfferða Golfskálans til Spánar hefur gengið mjög vel og nú er svo komið að allar okkar uppsettu ferðir eru uppseldar. Við erum þó í þeirri stöðu að geta mögulega útvegað nokkur sæti í viðbót.

Þeir sem hafa áhuga á Alicante Golf í haust ættu að senda okkur línu á travel@golfskalinn.is og við munum þá kanna hvort við getum bætt við sætum. Við eigum möguleika á að setja upp mislangar ferðir til Alicante Golf á tímabilinu 20.október til 31.október. Eins og áður segir, hafir þú áhuga þá endilega sendu okkur línu.